Guðjón Þórðarson
Jæja þá er Guðjón okkar Þórðarson loksins kominn með starf, en hann hefur verið ráðinn sem njósnari hjá Birmingham veldinu Aston Villa. Þetta er kannski ekki draumastarfið hjá kallinum en ég fagna því að hann sé kominn með full starf við knattspyrnu aftur og það tekur örugglega eitthvað betra við hjá honum er fram líða stundir.