Walesverjin Robbie Savage heldur því fram að Wales sé betra en Enska landsliðið. Sem er bull að mínu mati.
Hann telur að þeir geti alveg unnið þá og draumur hans væri að spila við þá á Millenium Stadium í Cardiff.
Hann segir að Mark Hughes, þjálfari Wales, sé einn af bestu þjálfari heims og hlakkar til fyrir hvern leik.
Francis Jeffers sóknamaður er orðinn markahæsti leikmaður U21 árs landsliðsins í Englandi með því að skora á móti Tyrkjum í leik sem endaði 1-1.
Hann sló met Alan Shearer sem var með 12 mörk en hann er komin með 13 í 13.leikjum. Sem verður að teljast mjög góður árangur.
Luis Figo leikmaður Real Madrid segir enga ástæðu fyrir Beckham að koma til Real því hann kæmist ekki einu sinni í byrjunarliðið.
Þetta er svolítið asnalegt því Beckham er besti sendingar og aukaspyrnuleikmaður í sögu fótboltans.
Að mínu mati.
El Hadji Diouf leikmaður Liverpool var valinn besti fótboltamaður Afríku í annað sinn á tveimur árum. Mér finnst að Mido ætti að fá verðlaunin þar sem mér finnst Diouf ekki vera búin að standa sig hjá Liverpool liðinu.
En Mido var valinn efnilegasti maðurinn og besti markvörðurinn var Tony Silva en hann var 3.markvörður Monaco fyrir HM 2002.
Robert Kenyon stjórnaformaður Man Utd segir að Man Utd verði að selja leikmenn áður en þeir kaupa nýja. Því að hann vill ekki hafa marga góða menn á bekknum.
Þessi grein var frá hinum og þessum síðum.
Takk Fyrir, kveðja Gilliman