Þetta er alls ekki grein en United-stjarnan David Beckham er helsta ímynd svartra í Bretlandi samkvæmt tilnefningu bresku sjónvarpsrásastöðvarinnar Channel 4 og bætir þar með við sig enn einni skrautfjöðrinni í ímyndasafn sitt þar sem fyrir eru ímyndir fótboltafíkla, homma og fatafríka.
Að sögn talsmanns Channel 4 er það einmitt sérstæður smekkur Beckhams fyrir fötum, bílum og tónlist sem færir honum þennan nýja titil en stöðin mun í næsta mánuði sýna sérstakan heimildaþátt, Black Like Beckham, þessu til sönnunar.
„Hann er kannski hvítur á hörund en sækir svo margt í smiðju svartra þannig að hans innri maður hlýtur að vera litaður,“ sagði talsmaður Channel 4.
Í þættinum munu þau Romeo úr So Solid Crew, David James, markvörður West Ham, og söngkonan Beverley Knight einnig koma við sögu en öll eru þau mun dekkri á hörund en Beckham.