bara segja það strax að þetta er af www.gras.is


Gerard Houllier, stjóri Liverpool ætlar ekki að spila með El Hadji Diouf á fimmtudaginn í seinni leiknum gegn Celtic í 8-liða úrslitum UEFA keppninnar. Senegalski framherjinn, sem eins og frægt er orðið, hrækti á Celtic aðdáenda í fyrri leiknum, á yfir höfði sér refsingu frá UEFA en jafnvel þó Diouf verði ekki í banni, ætlar Húlli ekki láta spítarann spila.

“Við ætlum að bíða og sjá hvað UEFA gerir, en þeir munu taka ákvörðun seinna í vikunni. En ég hugsa að ég spili ekki með Diouf í leiknum, sama hvernig UEFA tekur á málinu,” sagði Húlli á heimasíðu Liverpool.

Diouf, sem hefur smátt og smátt verið að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna Liverpool með ágætri framistöðu á hægri kantinum, hefur þegar verið sektaður um tveggja vikna laun af Liverpool. Ef Diouf spilar ekki í leiknum þykir líklegt að Vladimir Smicer taki stöðu hans í liðinu.