Vá, merkilegt!!! Liverpool.
Auðvitað vita nú allir að Liverpool er bara djók. Og að Liverpool aðdáendur skuli dirfast að gera grín fyrir að vinna engan titil, kannski annað árið í röð, er auðvitað líka bara ´djók. Manchester er búið að vinna meira á síðustu fimm árum heldur en líklegt er að Liverpool vinni á næstu fimmtíu árum. Og gleymiði glansrökum ykkar fyrir því að liðið sé best, því að það sé sigursælasta lið Englands, hafa ekki unnið deildina í meira en 10 ár. Chicago Bulls var einu sinni langbest í NBA, en engum dettur í hug að halda því fram að þeir séu bestir núna. Og ég get fullyrt það að enginn Man Utd fan hefði farið að stæra sig eitthvað af því að vinna League Cup, alla vega heyrðist mér á þeim fyrir leikinn að þeim finndist þetta ekkert voða merkilegur bikar. Held að sé kominn tími til að Liverpool aðdáendur horfist í augu við staðreyndir. Liverpool er einungis miðlungslið, no less no more. Innan banda liðsins er enginn, hugsanlega einn, heimsklassa leikmaður. Eini sem kæmi þar til greina er Michael Owen þó það sé varla hægt að segja að hann sé á topp 10 yfir framherja heimsins í dag. Meina drengurinn hefur ekki þróast neitt sem fótboltamaður síðan hann var 18 ára. Hann var afburða 18 ára leikmaður en hefur lítið breyst síðan og er bara svona venjulegur 23 framherji. Og ef einhver vill halda því fram að Gerrard, Hyypia, Dudek, Hamann, Riise, Diouf eða Smicer séu leikmenn á heimsmælikvarða er sá hin sami auðvitað bara vitlaus. Lítið svo á lið eins og Arsenal og Man U, Arsenal er með Henry, Pires, Vieira, Bergkamp, Gilberto Silva og Campbell svo nokkrir séu nefndir og United hefur RVN, Keane, Ferdinand, Beckham, Giggs, Verón og Barthez svo helstu séu nefndir. 8.sætið talar fyrir sig sjálft. En samt til hamingju með þennan æðislega bikar, þetta er allt að koma.