Ég verð að segja að sumir sem eru búnir að svara þessari könnun hafa ekki fylgst með Newcastle t.d. Bellamy er ekki búinn að spila vel þessa leiktíð (sérstaklega miðað við síustu leiktíð) og Viana hann er búinn að spila lítið á leiktíðinni vegna meiðsla og sumir eru soldið brjálaðir í kollinum að spá Man U í efsta sæti en ég er viss um að Arsenal klári deildina í vor útaf þessu svaka forskoti á Man U.
1. Arsenal (Henry) þeir eru með gott forskot og ég býst við að þeir slaki ekki á fyrr en þeir eru búnir að vinna deildina
2. Newcastle (Shearer, Given) NUFC eru búnir að standa sig frábærlega og eiga auðveldari leiki eftir en Man U
3. Man U. (van Nistelrooy, Scoles) erfiðir leikir eftir s.s. gegn Arsenal, L-pool, NUFC og Everton þeir vinna auðvitað einhverna af þessum leikjum en þeir klúðra 2. sæti
4. Chelsea (Gronkjaer, Zola) Þeir eru á góðu róli og komst yfir Everton
5. Everton (Campbell) Everton hafa komið mikið á óvart í vetur og þeir en ná ekki Evrópusæti það er ekki rétt að Rooney sé maður liðsins því hann er enn bara ungur og efnilegur (ég segi þetta bara því margir hafa sagt að Rooney hafi verið besti Everton maðurinn)
Mig langar að segja hverjir falla líka
20. Sunderland - því þeir eru neðstir í deildinni og eru alls ekki að gera góð hluti
19. W.B.A. - ágætt lið en eiga ekki heima í úrvalsdeildinni Lárus er flottastur í liðinu og er búinn að spila vel fyrir liðið en ég vona að þeir komi aftur upp á næstu árum og sýni okkur skemmtilegri fótbolta
18. Birmingham City - þeir búast líklega ekki við falli og það kemur aftan að þeim og stingur þá í bakið
17. West Ham United - Hamrarnir eru að komast á skrið eftir herfilegt gengi og bjarga sér frá falli á síðasta leiknum en það væri ömurlegt að sjá Hamrana falla með þetta góða lið Di Canio, Defoe, James og fleiri en mér finnst ótrúlegt að Roder er enn í liðinu
16. Bolton - Guðni og félagar muna ekki eiga í vandræðum með að halda sér í deildinni og tyggja sér sæti á næsta ári tveim eða þrem leikjum fyrir lok leiktíða