ATH! tekið af Mbl.is

Dion Dublin, sóknarmaðurinn reyndi hjá Aston Villa, hefur beðið félaga sína í liðinu og stuðningsmenn Villa afsökunar á því að hann skyldi fá rauða spjaldið í leiknum gegn Birmingham í gærkvöld fyrir að skalla Robbie Savage.

Dublin kallaði leikmennina saman á fund í morgun og sagðist hafa brugðist þeim, knattspyrnustjóranum og öllum hjá Aston Villa, en mest þó sjálfum sér. Hann sagði jafnframt að ekkert væri til í sögusögnum um að Savage hefði æst hann upp með niðrandi orðbragði eða kynþáttafordómum. „Það er ýmislegt sagt í hita leiksins en ég átti aldrei að bregðast svona við,“ sagði Dublin. Þegar hann var spurður um hvað hann átti við þegar hann gekk af velli og kallaði Savage „svindlara“, sagði Dublin: „Ég vissi ekkert hvað ég var að segja á þeirri stundu, en ég var fyrst og fremst reiður út í sjálfan mig.“
<br><br>————————————————————

Ég er <a href=“mailto:shitto@svartur.com”>Shitto</a>

<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i><b>If i will not be up again in five minuetes…. Just wait a little longer.</b> <i>(Jim Carrey í Ace Ventura I)</i></i><br><h