Nú er keppnistímibilið “langt komið” ef svo má að orði komast og er rosaleg spenna bæði á toppnum sem og bottnbaráttan er rosaleg.
Það sem MÉR þykir leiðinlegast við suma leikina þar sem lið í toppbaráttunni mætir liði um miðja deild eða í fallbarúttu er að dómararnir eru margir hverjir mjög ósanngjarnir. Það er í rauninni formsatriði fyrir þessi stóru lið t.d Arsenal, Man. Utd að vinna leiki sína og mér finnst dómararnir gleyma sér allt of oft.
T.d sá ég í dag 1.feb leik Man. Utd og Southamton. Ég verð nú að viðurkenna að Man. Utd spilaði frábæran bolta á köflum en Southampton var miklu meira með boltann.
Dómarinn í leiknum sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir stóð t.d. beint fyrir aftan Roy Keane þegar hann hreinlega kastaði sér aftan á framherja Southampton. Ef það voru einhverjir svona 50/50 dómar þá fékk Man. Utd alltaf boltann. það skipti nánast engu máli á köflum hvort að Man. Utd maðurinn strauaði Southampton manninn niður dómarinn var næstum ekki að fylgjast með.
Mér finnst dóamrarnir mjög oft dæma minna á “betra” liðið og MÉR finnst að þessu verður að breyta.