Helvíti var þetta skemmtilegur leikur á sunnudaginn, Man Utd sýndi sinn slakast leik hingað til í deildinni á leiktíðinni (eða að Liverpool hélt þeim bara niðri, liðið leikur jú ekki betur en andstæðingurinn leyfir). Vonandi eru þeir að fara í lægð, kominn tími til. Jafntefli móti Charlton, tap á móti Liverpool á sínum eigin heimavelli… Arsenal menn voru að vonum ánægðir með leikinn, en náðu þó ekki að fylgja því eftir með bara jafntefli við Tottenham, en Man Utd menn geta þó andað léttar því Liverpool á eftir að taka Arsenal þar sem sólinn skín ekki á Laugardaginn :).
p.s. getið þið giskað á með hvaða liði ég held? :)