ATH! copy/paste af www.arsenal.is
Thierry Henry sem nýlega skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Arsenal hefur lýst því yfir að hann vilji spila það sem eftir lifir ferils síns með Arsenal og eina leiðin til að hann færi væri ef Arsenal myndi reka hann.
Henry á nú í viðræðum við stjórn Arsenal um framlengingu á núverandi samningi og segir Henry engin vandamál vera í þeim viðræðum. Henry sagði í viðtali: “Hér er ég undir samningi með hjarta mínu. Ef ég þyrfti einhvern tíman að yfirgefa félagið þá væri það bara ef þeir myndu reka mig.
Henry viðurkenndi að hann vilji vera markagoðsögn á Highbury líkt og Ian Wright þótt hann líti enn ekki á sjálfan sig sem framherja. ”Ian Wright var alveg frábær og gerði svo margt fyrir Arsenal. Ég vil gera nákvæmlega það sama fyrir félagið. Ég vil ekki keppa við hann og slá met hans þótt það gerist, ef það gerist þá verð ég mjög ánægður.
En ég er ekki framherji og hef ég alltaf sagt það. Fyrir mér eru framherjar menn eins og Jean-Pierre Papin og Bernard Lacombe í fortíðinni og David Trezeguet og Michael Owen nú á dögum.
Ég hugsa ekki bara um að skora, ég hugsa um að skora og það er munur á því. Sannur framherji hugsar bara um það, þótt lið hans tapi.