Til hamingju með glæsilegan 4-1 sigur!
Hverjir skoruðu svo mörkin fyrir Manchester United? Var það kannski hann Gary litli Neville, blakdrottning Old Trafford?
Það er merkilegt að Manchester United virðist fyrirmunað að tapa með einhverri virðingu. Þeir voru ekki búnir að geta drullu allan leikinn, og voru þrátt fyrir það búnir að fá ótrúlega fá spjöld, og voru aldrei þessu vant ekki að kenna dómaranum um eigin getuleysi. Maður hélt í 89 mínútur að kannski væri Manchester United í fyrsta skipti í tíu ár að tapa með snefil af sæmd. Enter: Luke Chadwick! Hékk eins og bakpoki á Smicer, og reyndi svo að setja upp barnslegan sakleysissvip (sem er reyndar ekki erfitt með allar unglingabólurnar).
Svo eigum við örugglega eftir að heyra afskanir á borð við: Þetta var nú bara varalið hjá United. En hvað með Liverpool? Á vinstri vængnum voru tveir gjörsamlega réttfættir (og einfættir)leikmenn frá Liverpool, og ekki einn örfættur á vellinum. Og hvað með Hamann, Berger, Ziege, Redknapp? Fjórir byrjunarmenn í landsliðum sínum!
Einnig á unglingaakedemía Manchester hrós skilið fyrir að framleiða stjarnfræðilega ófríða knattspyrnumenn. Þegar maður hélt að ekki væri hægt að grafa upp ljótari menn en Butt, Sholes, Brown og Thompson Twins from Hell: Phil og Gary, þá unga Manchester út Luke Chadwick. Kannski þetta sé plot. Það er engin hætta á að ungar konur eigi eftir að falla fyrir þessum mönnum og draga athygli þeirra frá knattspyrnunni.
Sigurður Óli
<BR