Samkvæmt heimildum af manutd.is hafa Forráðamenn Manchester United neitað að tjá sig um fréttir um að endurbætt tilboð í David Bellion, leikmann Sunderland, sé í burðarliðnum. Vonir um að gengið yrði frá samningum nú í þessari viku virðast nú vera úti, þó áhugi United sé enn til staðar.
Sunderland menn sendu frá sér tilkynningu í miðri viku þar sem þeir blésu á sögusagnir um að Bellion væri á förum frá félaginu fyrir lok tímabilsins, en talið er að United hafi lagt fram tilboð upp á eina milljón, á móti kröfu Svörtu Kattanna um fjórar milljónir fyrir framherjan.
Líklegt er talið að United leggi fram tilboð upp á 2,5 milljónir í næstu viku.