Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra einn af bestu miðjumönnum Englands, Steven Gerrard eftir að tveggjafótatæklingu hans á Gary Naysmith leikmanni Everton í leik liðanna á Anfield þann 22 desember síðastliðinn.
Knattspyrnusambandið hefur ákveðið að Gerrard skuli fá 3 leikja bann og hann gæti einnig fengið nokkuð háa sekt.
Graham Poll sem dæmdi leikinn missti af atvikinu og slapp Gerrard án spjalds.
Þrátt fyrir að Gerrard hafi beðið Naysmith og David Moeys knattspyrnustjóra Everton afsökunar á tæklingunni eftir leikinn þá ákvað knattspyrnusambandið samt að gefa honum bann.
(sem mér finnst fáránlegt)