Í dag fóru fram tveir leikir í ensku deildinni í fótbolta en fyrst tók Newcastle á móti Tottenham og kom Gary Speed Newcastle yfir á 17. min og bætti Alan Shearer við öðru marki fyrir Newcastle á 57. min. Nikos Dabizas lagaði svo stöðuna fyrir Tottenham á 73. min með mjög klaufalegur en jafnframt glæsilegu sjálfsmarki.

Að mínu mati var þetta sanngjarn sigur Newcastle.

Seinni leikur dagsins var stórveldaslagur milli Arsenal og Liverpool en Arsenal var án efa mun betri aðilinn allann leikinn en samt sem áður komst Liverpool yfir með marki úr víti á 69. min eftir að Sol Campbell hafði brotið á Milan Baros en Danny Murphy skoraði úr vítinu.
En tíu mínútum síðar var dæmt annað víti en þá á Liverpool en John Arne Riisr braut á Francis Jeffers og skoraði T. Henry örugglega úr vítinu.

Alveg undir lok leiksins fékk Gilberto Silva tækifæri til að klára leikinn fyrir Arsenal en klúðraði dauðafæri á ótrúlegan hátt og úrslitin jafntefli.

Ég veit eiginlega ekki hvað á að segja um þennan leik en Arsenal var án efa betri aðilinn í leiknum en það má samt dæma um vítaspyrnudóminn sem dæmdur var á Liverpool þannig að ég vil endilega heyra ykkar álit á þessum leik.

Kv. Þorzkur<br><br>——
<b>Dominik Diamond (Útvarps og blaðamaður, 1994) :
“Ef fótbolti á að vera list þá hefði Guð aldrei skapað Carlton Palmer.”</b>


<b><a href="http://www.nufc.co.uk">NEWCASTLE</a>RULES!!!!</