Samkvæmt fréttum frá Man utd verður Fabien Barthez, markvörður Manchester Unietd, verður ekki ákærður fyrir atvik sem átti sér stað í leik Manchester United og Leeds á Elland Road í haust, þegar vatnsflaska frá Barthez lenti í fötluðum stuðningsmanni Leeds.
Lögreglan í Vestur-Jórvíkurskíri yfirheyrði Barthez vegna málsins og rannsakaði fullyrðingar um að Frakkinn hefði kastað, eða sparkað, vatnsbrúsa í hinn 54 ára gamla Colin Richmond.
“31 árs gamall karlmaður var yfirheyrður í tengslum við ásakanir um árás á mann á heimavelli Leeds United þann 14. september,” sagði talsmaður lögreglunnar fyrir helgi.
“Hann var látinn laus gegn tryggingu og með fyrirvara um frekari yfirheyrslur, og skýrsla um málið send til ríkissaksóknara til umfjöllunar. Þar hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði aðhafst frekar í málinu.”
Richmond hefur áður lýst því yfir að hann ætli sér að lögsækja Barthez vegna skaða.<br><br>Go Man. Utd
Go KoRn
og lifi Nirvana!