Það sem að ég mundi vilja sjá er að lpool byrji með Baros inná oftar og helst spila með 3 manna sókn og sæki STRAX í byrjun leikjanna í stað þess að láta þetta allt malla og sjá svo hvað gerist og svo ef þeir fá á sig mark þá kúka þeir á sig alveg og gera enga breytingu fyrr en það eru 30-20 min eftir af leiknum og þá er hitt liðið komið í 11 manna vörn og bíða eftir skyndisókn. Seinustu 20 mín á móti man utd þá var lpool 81% með boltann. Það þýðir ekkert að reyna bara að skora 3 eða 4 mörk alltaf í lokin, eins og á móti basel, þá fannst mér lpool ekki breyta neinu almennilega fyrr en það voru 30-20 min eftir.
Ég skil bara ekkert hvað Houllier tekur aldrei neina áhættu í byrjun leikja, það er eins og hann stilli upp einhverri svona typical hlutlausri 4-4-2 alltaf og með einhverja þulla eins og Heskey alltaf inná ef hann er heill, það er bara þannig, ef að Heskey er heill þá er hann inná, alltaf, punktur. Þannig sé ég þetta að hann hendir liðinu inná völlinn og horfir á fyrri hálfleikinn og síðan ákveður hann hvað skal gera. Og ef að liðið er að skíttapa þá sér maður stundum 3 manna sókn. Þessu verður að breyta, ég vill meiri sókn, mannskapurinn getur svo sannarlega miklu meira en þetta. Houllier verður að fara að gera einhverjar stórar breytingar á leikskipulagi liðsins.