Það er verið að tala um að Giggs vilji fara áður en Alex hætti. Þetta kemur samt sem áður töluvert á óvart þar sem fyrir hálfu ári eða svo, lýsti hann Giggs því yfir að hann ætlaði að vera rauður allan sinn feril, þ.e. ekki yfirgefa United, þar sem að liðið væri orðið það gott að ekki væri unnt að finna betra lið á Ítalíu eða Spáni, og það hafi fyrst og fremst verið það sem lokkaði hann hér áður fyrr til að spila utan Bretlands… <br><br>Varðandi sir Alex, þá er hann búinn að lýsa því yfir að hann sé nú þegar búinn að skipuleggja framtíð sína og að hún tengist ekki United, hann lýsti því ennfremur yfir að hann hefði gjarnan viljað fá eitthvað hlutverk/stöðu hjá félaginu, en þar sem honum hafi ekki borist nein tilboð frá stjórninni þá hafi hann ákveðið að snúa sér annað.