“Maðurinn” að þessu sinni er dýrasti leikmaður sem Arsenal hefur keypt hingað til. Hann heitir Sylvain Wiltord, franskur sóknarmaður sem er með númerið 11 í liði Arsenal.
Wiltord er ekki einstaklega hár í loftinu, hann er um 174 cm og eitthvað í kringum 78 kílóin, en mjög snöggur og “teknískur” leikmaður, hann er einnig mjög vinnusamur og er alltaf að allan tíman á meðan hann er inná, þó að það fari kannski ekki mikið fyrir honum alltaf, þá er hann að skila sínu, og rúmlega það!
Hann er fæddur 10. maí 1974 í Neuilly-Sur-Name, og spilaði með liðunum Stade Rennais, Deportivo og Bordeoux áður en hann kom til Arsenal.
Hann var keyptur fyrir 13 milljónir punda í ágúst 2000 frá franska liðinu Bordeoux, eftir að hann hafði sýnt því mikinn áhuga að koma til Arsenal með það fyrir augnamiði að vinna dollur, og vitanlega skemmdi það ekki fyrir að liðsfélagar hans úr franska landsliðinu voru að gera góða hluti hjá Arsenal og hafa án efa hvatt hann til að koma og spila í ensku deildinni.
Wiltord er mjög prúður leikmaður og hefur aldrei fengið rautt spjald á ferli sínum með Arsenal, eins og ég sagði að ofan þá fer oftast ekki mikið fyrir honum á vellinum, fyrr en hann lætur til sín taka eins og honum einum er lagið.
Það hefur verið mikið rætt um hvort að hann sé þessara 13 milljón punda virði, og hvort að hann eigi yfir höfuð heima í Arsenal. En ég held að hann hafi sannað það á seinustu leiktíð að hann er svo sannarlega hverrar krónu virði.
Á leiktíðinni 2001-2002 skoraði hann 17 mörk fyrir Arsenal, og átti fjölda stoðsendinga, hann skoraði einnig gífurlega mikilvægt mark fyrir Arsenal í fyrra, á Old Trafford í 1-0 sigri okkar manna þar sem tryggði okkur Englandsmeistaratitilinn á seinustu leiktíð.
Það sem er af leiktíðar í ár hefur hann staðið sig með stakri prýði, og verið að skila sínu mjög vel. Það má einnig til gamans nefna að Wiltord hefur skorað fleiri mörk fyrir franska landsliðið heldur en Thierry Henry.
Liðsfélagar hans í Arsenal láta vel af honum og hafa jafnvel kallað hann “næsta Ian Wright” þar sem að hann er fjörugur spaugari og alltaf eitthvað að sprella á æfingum og í búningsklefanum.
En það er allavega á hreinu að við eigum eftir að sjá mikið meira til Wiltord, og vonandi á hann eftir að blómstra enn meira og þroskast sem fótboltamaður, því það er greinilegt að hann hefur mikla hæfileika og hann hefur gífurlega gaman af því að spila fótbolta!
ATH! Þetta er copy/paste frá www.arsenal.is