Leikvangur í bann
Knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu tóku í dag ákvörðun um að dæma heimavöll Cagliari í þriggja leikja bann vegna árásarinnar á markvörð Messina, Emanuele Manitta. Stuðningsmaður Cagliari réðst að Manitta í leik liðanna 17.nóvember og urðu höfuðmeiðsli Manitta svo mikil að hann þurfti að gista tvær nætur á sjúkrahúsi. Nú hefur ítalska knattspyrnusambandið svo dæmt að völlurinn verður lokaður í næstu þremur heimaleikjum liðssins gegn Salernitana, Sampdoria og Bari.