Senegalski miðvallarleikmaðurinn Papa Boupa Diop segir að útsendarar Manchester United hafi verið að fylgjast með honum að undanförnu.
Boupa Diop, sem skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Senegala gegn Frökkum á HM í sumar skýrir frá áhuga United í seinasta hefti breska knattspyrnutímaritsins World Soccer.
“Manchester United hafa fylgst reglubundið með mér. Þeir hafa beðið mig um að sýna hvað ég geti.”
“Ég sagði þeim að það væri ekkert vandamál og næsta skref er í höndum umboðsmanna minna. Ég hef lagt mig allan fram við að spila eins vel og ég get. Það hefur verið draumur minn frá því þegar ég var barn að fá að spila í ensku deildinni.”
“Ég hef reynt, en ekkert gengið. Ég er þó bara enn 23ja ára svo ég get beðið.”
Þá greinir enska slúðurblaðið The Sun frá því í dag að samningaviðræður á milli Eiðs Smára Guðjohnsen og Chelsea séu sigldar í strand, sem opni fyrir 10 milljóna punda boði frá United eftir áramót.
Þá hafa forráðamenn Lundúnaliðsins einnig frestað viðræðum við varnarmanninn John Terry á meðan þeir hamast við að lækka undir skuldasúpunni sem félagið situr í, en hún mallar í 80 milljónum sterlingspunda.
Eiður yrði þó ekki gjaldgengur með United í Meistaradeildinni þar sem hann hefur leikið með Chelsea í Evrópukeppni félagsliða á þessari leiktíð.
tekið af <a href="http://www.manutd.is/"> Manutd.is</a