Ruud van Nistelrooy átti stórleik fyrir Manchester United í dag þegar Manchester sigraði Newcastle á Old Trafford 5-3. Nistelrooy gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu og er þetta í annað skipti sem hann nær þeim árangri hjá Manchester. Diego Forlan átti tvær af sendingunum á Nistelrooy og Mikael Silvestre átti hina. Hin mörkin 2 fyrir United skoruðu þeir Paul Scholes og Ole Gunnar solskjaer.

Newcastle spiluðu ekki síður vel í dag og sönnuðu þessi 3 mörk þeirra það. Fyrsta markið skoraði Olivier Bernard og svo skoruðu þeir Alan Shearer og Craig Bellamy sitthvort markið í seinni hálfleik.

Manchester náði forystunni á 25 mínútu þegar Solskjaer náði að senda boltann fyrir, eftir mikla baráttu, og þar negldi Scholes boltann í netið.

Jöfnunarmark Newcastle var rosalegt. Bernard ætlaði að gefa boltann fyrir en það heppnaðist ekki betur en svo að hann sveif yfir Barthez í markinu.

United komust svo aftur yfir eftir að Silvestre hafði unnið boltann á kanntinum og gefið hann fyrir þar sem Nistelrooy beið átekta og smellti honum í netið.

Silvestre átti einnig hlut í næsta marki United. Hann gaf boltann á Diego Forlan sem átti misheppnað skot í átt að marki. En Manchester til lukku stóð Nistelrooy á réttum stað og potaði honum í markið. Manchester komnir með 3-1 forystu og sigurinn virtist í höfn.

Shearer minnkaði síðan muninn með frábæru skoti eftir að Gary Speed hafði tekið stutta aukaspyrnu. Newcastle voru aftur komnir inn í leikinn.

Newcastle voru ekki lengi í paradís og stuttu eftir markið frá Shearer skoraði Nistelrooy þriðja mark sitt og fjórða mark United eftir sendingu frá Forlan.

Það leið ekki langur tími þangað til að Manchester hafði bætt við öðru marki. Solskjaer fékk sendingu og virtist sem að hann hefði brotið á leikmanni Newcastle en ekkert var dæmt. Solskjaer setti boltann örugglega fram hjá markmanni Newcastle.

Newcastle náðu að klóra í bakkann og stuttu eftir að Nol Solano kom inná skoraði Craig Bellamy þriðja og síðasta mann Newcastle.

Niðurstaðan var stórskemmtilegur leikur þar sem 8 mörk voru skoruð.

Þetta er Copy/Paste af www.hamstur.is