Wayne Rooney verður ekki nýr Owen, hann verður ekki heldur nýr Shearer, heldur verður hann einfaldlega nýr og gamall Rooney. Hann er ekki líkur neinum leikmanni sem áður hefur komið fram og raunar hefur hver og einn einasti sinn stíl. Hann hefur samt margt sem að aðrir mjög góðir “strikerar” hafa (reyndar allt saman held ég), hann hefur vit fyrir spili, getur skorað mörk á eigin spýtur (a la Arsenal, a la Leeds Utd.)
Hann hefur hraða, styrk og hraðaaukningu (snöggur) en umfram allt er það mikill líkamlegur styrkur sem er að fleyta honum langt. (þol+minni líkur á meiðslum) Aðrir leikmennm mörgum árum eldri og reyndari hafa vart roð í hann og fara ekki auðvelt með að velta honum upp úr skónum, eða stjaka létt við honum með öxlinni….. (alþekkt í boltanum) með öðrum orðum þeir geta ekki komið honum úr jafnvægi með sínum styrk gegn honum.
Reyndar hefur stráksi mikið skap (nausynlegt til að ná langt) og ef að David Moyes getur stillt alla strengi vel hjá hinum unga Roonaldo (hefur þegar fengið 4 gul spjöld á tímabilinu) þá verður það ekki nokkur spurning að hann á eftir að ná langt, og það MJÖG langt! Hann verður ekki neinn Owen, til þess eru þeir of ólíkir en það verður frábært að sjá þessa tvo saman með Enska landsliðinu ef af verður. Sennilega mjög fljótlega…….. eða þannig……;)
kær kveðja,
Dixie