Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, hefur ekki gefið upp alla von um að fá franska landsliðsmanninn David Trezeguet hjá Juventus til liðs við sig.
Að sögn ítalskra fjölmiðla er Trezeguet metinn á 26 milljónir punda, sem samsvarar rúmlega þremur og hálfum milljarði króna. Berist þvílíkt tilboð frá Arsenal þykir ólíklegt að því verði hafnað af forráðamönnum Juventus og að sögn er Marcelo Lippi, þjálfari liðsins, þegar farinn að huga að eftirmanni leikmannsins.
Arsene Wenger og Trezeguet eru alls ekki ókunnugir hvorum öðrum, en þeir störfuðu saman um skeið hjá franska félaginu Monaco.


Eftir töpin fimm erum við að komast aftur á skrið, og eftir sigurinn á Tottenham sýnum við að við gefum ekkert eftir á Liverpool og hin PULSU liðin í deildinni.