Leikir laugardagsins
Arsenal vann Tottenham 3-0 á heimavelli og skoruðu Wiltord, Ljungberg og svo Henry hreint frábært mark. Arsenal er sem stendu í efsta sæti með 32 stig en Liverpool á leim til góða. Leikurinn var mjög ójanf á 26 mín. þegar Simon Davies fékk sitt annað gula spjald mjög óverðskuldað að mínu mati. Chalsea vann góðan sigur á Boro 1-0 og skoraði Celestine Babayaro markið á 47 mín., Eiður spilaði í 76 mín. Charlton sigraði Man. City með marki frá Sean Bartlett á 79 mín. Svo vann Newcastle Southampton 2-1 (Foluwashola Ameobi (41) Aaron Hughes (54): James Beattie (2)). Svo að lokum gerðu West Brom og Aston Vilaa markalaust jafntefi þar sem Lárus lék allan leikinn.