Ég var að horfa á United-City og held ég með United. Þetta var arfaslakur leikur sérstaklega hjá Nistelrooy og þarf ekkert að segja það enda ættu þeir sem horfðu á hann að vera sammála (ef þeir eru sárir United menn eins og ég!). Mér fannst leiðinlegast hvað Nistelrooy var latur, þreittur og með óþolandi leikaraskap. Það er eins og hann hafi misst allan hraða og tækni bara núna í sumar og hann ætti ekki að vera þreittur eftir sumarið þar sem hann var ekki að keppa á HM. Mér finnst furðulegt hvað Nistelrooy er lélegur núna, hefur bara skorað potmörk og mörk úr vítum.
Hvað er í gangi hjá honum?


Þetta er bara mín skoðun og vona að ég sé ekki að mópðga neinn með þessu.<br><br>“Á undarlegan hátt virtist sem boltinn hengi í loftinu enn lengur, þegar þetta
var endursýnt hægt.”
- David Acfield
Undirskriftin mín