Peterborough og Victoria Beckham eru þessa dagana að berjast um gælunafnið “The Posh”. Einkaleyfissofa þar í landi staðfesti gær að kvörtun hefði borist vegna áætlanna félagsins um að skrá gælunafnið The Posh, sem þeir hafa notað síðan á 3.áratugnum. Mjög líklegt er að málið fari fyrir dómstóla og því gæti baráttan orðið löng og hörð. Það hefur reyndar ekki verið sagt að kvörtunin hafi komið frá frú Beckham en samt eru Peterborough tilbúnir að berjast til seinasta blóðdropa. Victoria hefur verið kölluð Posh Spice síðan árið 1996 og segir hún það vera sitt einkamerki!
Samkvæmt hópi sérvitringa í borginni Rosario í Argentínu er árið núna ED 43 - Eftir Diego. Þeir trú á heilagan Maradona og nú hafa þeir sett upp fyrstu Maradona kirkjuna, sem starfar eftir trú sem er tileinkuð kókaín baróninum mikla. Þeir fögnuð t.a.m. jólunúm í síðustu viku, í tilefni þess að Maradona varð 43 ára. Þeir hafa sína eigin biblíu og þeir eru með boðorð. Bíblían þeirra er ævisaga Maradona og eitt boðorðið er að meðlimir söfnunarins er að þeir verða að skíra son sinn Diego. Þeir sem hafa hjálpað Maradona á ferlinum er kallaðir Postular og þeir sem hafa verið á móti honum er kallaðir trúvillingar. Sjálfur segist Maradona vera stoltur og snortinn af hátíðarhöldunum í Hönd Guðs kirkjunni.
Fabien Barthez markvörður Man. Utd. var nærri því að skora í góðgerðarleik milli Heimsmeistaraliðs Frakka 98 og Marseille sem háður var í gærkvöld. Það var Laurent Blanc sem stóð fyrir leiknum en allur ágóði af leiknum rann til fjölskyldna fórnarlambanna 24 sem lentu í flóðunum í Frakklandi. Skot Barthez af 25 metra færi var mjög nálægt því að hafna í netinu en fór rétt framhjá. Marseille unnu leikinn 4-1 fyrir framan 18.200 áhorfendur, sem náðu að safna 180 milljónum króna.