Þetta er eitt umtalaðasta liðið á huganum í dag. Sagt hefur verið að yfirburðir þeirra séu fáránlegir en nú er að koma í ljós að margir gallar eru að koma upp. Þeir eru með bestu sókn Englands sem og miðju en vörnin og markvarslan en höfuðverkur. Í síðustu þremur leikjum (Auxerre, Everton og Blackburn) hefur liðið fengið á sig 8 skot og sex mörk! Er þetta Seaman gamli sem er að klikka eða eru varnarmennirnir að sökka?
Ljóst er að gegn Everton var það Cygan sem leyfði Radzinski að leika sér að honum í fyrra markinu en Sol gaf hinum unga Rooney allt of mikinn tíma til þess að snúa og skjóta. Ég sá því miður ekki mörkin gegn Auxerre en ég veit að ekki var hægt að sakast við Seaman gegn Blackburn.
Getur besta lið Englands verið með svipaðan spjaldaferil og Arsenal? Gulu spjöldin eru allt of mörg og rauðu eru ekki sjaldséð. Fyrirliðinn Patrick Vieira er spjalda kóngur af guðs náð og það er spurning hvort sniðugt sé að hafa mann eins og hann sem fyrirliða? (sbr. Roy Keane)
Liverpool, efsta lið deildarinnar þegar þetta er skrifað hefur fyrirliða (Sami Hyypia) sem einungis hefur fengið á sig 5 spjöld á sínum tæpu 4 árum á Englandi. Samt er Liverpool með bestu vörnina.
En það er á hreinu að Arsene Wenger hefur ekki tekist að fylla upp í skörð Tony Adams, Martin keown og Lee Dixon, en það verður að breytast ef Arsenal ætlar að verja titilinn.