
Eftir þetta birti vefsíðan Gras.is fréttir þess efnis að stór hluti leikmanna Stjörnunnar væru á förum frá félaginu vegna ógreiddra launaskulda. Þessu hafnar knattspyrnudeildar Stjörnunnar alfarið og vill koma eftirfarandi á framfæri.
“Vegna rangra fullyrðinga ritstjóra gras.is um um fjárhag og
leikmannamál knattspyrnudeildar Stjönunnar er því hér með
komið á framfæri að fjárhagsstaða deildarinnar er góð.
Uppgjör við leikmenn er með eðlilegum hætti og verður að
fullu lokið um næstu mánaðarmót. Flest allir leikmenn
félagsins munu leika áfram með félaginu.”
Annars er það að frétta úr herbúðum Stjörnunnar að Gunnar Guðmundsson varnarmaður og þjálfari Leifturs/Dalvíkur
hefur gengið til liðs við Stjörnuna. Með samningi sínum við Gunnar og fleiri nýja leikmenn hyggst Stjarnan styrkja lið sitt fyrir næsta keppnistímabil. Markmið félagsins er að vinna sig upp í úrvalsdeild á næsta ári en í ár munaði aðeins markahlutfalli að það tækist.