Howard Wilkinson, nýráðinn stjóri hjá Sunderland, hefur átt fremur erfitt með samskipti sín við blaðamenn. Eitt sinn, er hann stjórnaði Sheffield Wednesday, var hann hundfúll á blaðamannafundi eftir slæmt tap og þurfti að svara grimmum athugasemdum fjölmiðlafólks. Kallinn umturnaðist og öskraði: “hvað þykist þið vera?
Hvurn andskotann þykist þið vita um fótbolta? Hafið þið unnið einhverja leiki – ha? Það mætti halda að þið ættuð að stjórna landsliðinu, hafið þið unnið einhverja landsleiki, eða hvað???
Hendi var lyft í salnum og sallaróleg rödd heyrðist: “Fimmtíu og sjö, Howard minn”.
Þar var Jimmy Arnfield, útvarpsmaður á Radío 5 og fyrrum fyrirliði enska landsliðsins.
Talandi um að verða kjaftstopp!
Lee Bowyer hefur hafnað nýjum samningi upp á 40.000 pund á viku frá Leeds, en hann hefur greinilega ekki enn tekið félagið í sátt. Liverpool neitaði að borga honum svona mikið þannig að ekki fór hann þangað en Glen Hoddle býður spenntur, því samningur Bowyer´s rennur út í mai. Þá má ræða við hann eftir áramót og Hoddle myndi glaður borga honum haug af peningum ef hann kæmi frítt. Fá Robbie Keane fyrir 7 millur og Bowyer frítt væri nú snilldarverslun hjá Hoddle.
Annars vilja Barcelona fá Harry Kewell frá Leeds á vinstri vænginn og Jaap Stam frá Lazio í vörnina strax í janúar. Ég yrði ekki baun hissa þó Venables leyfði honum að fara til að kaupa einhvern í staðinn. Halló, efstu menn á óskalista hans voru Barmby frá Liverpool og Darren Anderton frá Tottenham! Sem betur fer fékk hann bara annan, segi ég sem Leedsari frá fimm ára aldri. Shit, og kannski Viduka og Dacourt á leiðinni í burtu líka, sem og Batty. Bömmer.