Brescia tók á móti Como. Como menn komust yfir á 78. mínútu en Roberto Baggio sem var að spila sinn 400 Serie A leik jafnaði metin á 86. mínútu úr vítaspyrnu.
Inter tók á móti Bologna. Inter menn komust í 1-0 á 66 mín með marki frá Marco Materazzi og svo skoraði Christian Vieri á 90 mín.
Með þessum sigri náði Inter 3 stiga forskoti á Milan á toppi ístölsku deildarinnar.
AC Milan tapaði fyrir Chievo á laugardaginn. Á sama tíma unnu Juventus og komust upp í 3. sætið.
Atalanta tók á móti Parma. Hidetoshi Nakata skoraði strax á
13 mín. og svo skoraði Adrian Mutu á 70 mín. Atalanta menn náðu að minnka muninn á 90 mín með marki frá Gianni Comandini.
En það dugði ekki og því situr Atalanta eitt og yfirgefið á botni Serie A.
Lazio tók á móti Roma og sá leikur endaði með jafntefli 2-2.