Ég hef fengið tilboð – góð tilboð erlendis frá en ég vil stjórna liði í úrvalsdeildinni og BARA í úrvalsdeild.
Hér kemur útdráttur úr tveggja vikna gömlu viðtali við David O´Leary, fyrrum stjóra Leeds Utd.
Nota bene, tveggja vikna gamalt en bein þýðing;
David O´Leary hafnaði einu tilboðinu enn í vikunni. Frá Rússlandi.
Tilboð frá Ítalíu, Japan og Austurlöndum fjær hafa borist að undanförnu en kurteislega verið hafnað.
Fremur en snæða með mér morgunmat í London á fimmtudaginn hefði hann getað verið útnefndur nýr stjóri hjá Sunderland í staðinn, segir blaðamaðurinn, hann Lee Clayton.
Maðurinn sem kom Leeds í fjögurra liða úrslit í Meistaradeildinni hefur virðingarsess í útlöndum. Hann hefur samt ekki áhuga, vill starfa í úrvalsdeildinni ensku.
Í fyrsta sinn í 7 ár mun dómstóll dæma í úrvalsdeildardeilumáli í næstu viku, til að leysa þær deilur sem staðið hafa eftir brottrekstur hans frá Leeds (skýring í lokin).
Honum finnst hann ekki geta aðhafst neitt í atvinnumálum sínum fyrr en eftir þá dómsuppkvðningu.
“Þegar ég var rekinn, má segja að ég hafi orðið mjög hissa. Sá það ekki fyrir. Mamma bjó hjá okkur fjölskyldunni þá og hún brast í grát. Dóttir mín líka. Ímyndaðu þér hvernig mér leið, á þeirri stundu. Þá fattaði ég hve harður bissniss þetta er.
Þú getur haldið út í því stressi sem sem fjögura liða úrslit Meistaradeildarinnar er og í toppbaráttu í deildinni en þegar fjölskyldan bregst svona við fer maður að pæla hvort þetta sé virkilega þess virði.
En samt sem áður er svarið já. Auðvitað er það þess virði”.
Fólk í innsta hring fótboltans veit það og þessvegna hefur nú þessi trygglyndi Íri, sem aðeins hefur starfað hjá tveim liðum um ævina, fengið atvinnutilboð héðan og þaðan, m.a. frá Sunderland, áður en þeir kynntu Howard Wilkinson (gamlan Leedsstjóra) sem stjóra.
( Maður heyrði það nú í byrjun tímabils að ef Sunderland myndi ganga illa yrði Peter Reid fyrstur til að fara og O´Leary fenginn í staðinn – innsk. gong)
“Ég vil ekki ræða um það sem fór á milli mín og Sunderland. Það er okkar á milli og nú hafa þeir fengið nýjan stjóra. Það sem ég get sagt er að Peter Reid var einn af þeim sem alltaf var í sambandi við mig og bauð mér á leiki. Það sýnir bara þann eðalmann sem Reid hefur að geyma, jafnvel þó hann væri undir þessari pressu þá var það hann sem alltaf hafði samband að fyrra bragði. Ég bara gat ekki hugsað mér að taka tilboði Sunderland….. það er nógu leiðinlegt að bíða eftir því að einhver missi starfið til að ég fái gott djobb svo maður hirði það ekki af vinum sínum.
Já, þegar maður er atvinnulaus í þessum bransa þarf maður að bíða eftir að einhverjum verði á til að fá gott starf. Þetta er í raun hræðilegt en þetta er nú það sem ég vil gera og verð að gera, - knattspyrnustjóri.
Des Lyman, Gary Liniker og fleiri hjá sjónvarpinu hafa sagt við mig; afhverju ekki fá borgað fyrir að tala um fótbolta og hafa nógan tíma í golf?”
(þess má geta að O´Leary hefur lýst leikjum og verið fótbolta”skríbent” á sjónvarpsstöðinni SKY um tíma)
“Lee Westwood er einn af mínum bestu vinum og hann segir að mér hafi farið mikið fram í golfinu en ég er ekki forfallinn golfari – ég er forfallinn fótboltasjúklingur.
Ég hef spilað golf og farið á veðreiðar og annað slíkt og ég vil taka fram að ég er þakklátur þeim hjá Sky, en nú vil ég komast í fótboltann aftur.
Fyrst þarf ég þó að klára mín mál varðandi Leeds sem því miður er orðið að leiðindamáli. Mér ber að fá vissa peningaupphæð, sem ég átti að fá fyrir löngu en klúbburinn er ekki á sama máli og neitar að borga. Þess vegna fer þetta alla leið fyrir rétt. Síðan er ég til í boltann aftur, en það þarf að vera gott tilboð, auðvitað”.
Eins og fram kom hafa tilboð komið frá Austurlöndum fjær, Japan, Ítalíu og tvö frá Rússlandi “sem ég er þakklátur fyrir en ætla í úrvalsdeildina. Ég vil mæta með lið mitt gegn mönnum eins og Thierry Henry, Patrick Vieira, Roy Keane og, já, Rio Ferdinand. Sagt er að ég sé eyðslukló og þurfi endalaust pening til að kaupa menn. Ég keypti menn fyrir 80 millur en samt var mismunur á kaupum og sölum bara 25 millur þegar upp var staðið eftir fjögur ár. Og þá vorum við að keppa gegn bestu liðum Evrópu. Ég þarf ekkert svona mikla peninga. Vil bara vinna með félagi og stjórn sem hefur háleit markmið því meðalmennska er algjörlega tilgangslaus.
Ég er ekki með umboðsmann en hef ráðgjafa, Michael Kennedy. Það er ekki okkar still að leita uppi starf, ef einhver hefur áhuga er ekkert mál að ná í mig”
En fær félagið sem hann mun ganga til góðan mann? Hefur hann lært eitthvað af þessari reynslu?
“Ég veit að ég gerði nokkur mistök. Ég mun bara læra af því. Átti ég skilið að verða rekinn? Nei. Spurðu bara 40.000 Leeds aðdáendur. Þeir hafa alltaf verið frábærir í minn garð og eru enn. En ég ætla ekki að vera neikvæður og bitur endalaust.
Þegar þessi réttarhöld eru afstaðin og dómur fallinn byrjar nýr kafli í mínu lífi og með það í huga vil ég þakka John Barnwell hjá Knattspyrnustjórasambandinu enska fyrir aðstoðina. Það er óheppilegt að þú fattir loks hve félagið (verkalýðs- eða “your union”) sé fínt, þegar þú hefur verið rekinn.
Ég þarf ekki að sanna neitt og kem ferskur inn aftur. Ég er einbeittur sem aldrei fyrr og verð bara betri stjóri fyrir vikið”
Og kallinn endar á klassíska vísu;
“I´ll be back”
Þess má geta að þetta dómsmál milli hans og Leeds hefur verið í gangi að undanförnu, þar sem Peter Ridsdale stjórnarformaður býður talsvert lægri upphæð en O´Leary telur sig eiga rétt á. Veit ekki hvernig þetta endaði en báðir aðilar þurftu að komast að samkomulagi um þrjá menn sem áttu að komast að niðurstöðu í deilu þessari. Það virtist er hér var komið við sögu ekki auðvelt mál en rétturinn áskildi sér rétt til að velja menn ef ekki næðist samkomulag. Og niðurstaðan hjá þessum aðilum er endanleg og verður ekki áfrýjað. Vegna þessa hafa menn komist að samkomulagi hingað til.
Talið er að mið verði tekið af samkomulagi sem náðist milli George Graham og Tottenham eftir brottrekstur sem var held ég um ein milla punda. Einnig milli Kenny Dalglish og Newcastle.