Fréttir af Arsenal 1.Arséne Wenger hefur áhveðið að áfrýja ekki tveggja leikja bann á miðjumanninum Patrick Vieira.
Hann sagði: “Við höfum báðir spilað fótbolta og höfum heyrt verri hluti en Patrick sagði við dómarann.” Vieira sem er talinn einn besti miðjumaður deildarinnar og jafnvel Evrópu, missti því af Blackburn leiknum og missir af Fulham leiknum sem verður líkleg<a næstu helgi!
Aganefnd enska knattspyrnusambandsins (FIFA) gerði honum einnig að greiða 25.000 pund í sekt fyrir að móðga dómarann, Andy D'Urso, í leik gegn Chelsea 1. september sl. og fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir vikið.

2.Stjórinn hjá Borussia Dortmund, Sammer, hefur komið fram og ásakað leikmenn Arsenal um að láta sig stöðugt falla og að vera óþolandi montna þegar liðin mættust síðast í 2-0 sigri Arsenal. Nú vill hann hefnd! Je rægt þeir tapa gegn Arsenal

3.Thierry Henry segir ástæðu slakrar frammistöðu í tveimur síðustu leikjum félagsins vera þreytu leikmanna, sem hann segir einfaldlega örmagna. “Í augnablikinu eru sumir leikmenn, þar á meðal ég, einfaldlega dauðuppgefnir,” sagði Frakkinn.
“Við erum ekki að spila vel eins og staðan er núna og við þurfum að gjalda þess. Það þýðir þó ekki að við séum hættir því sem við vorum vanir,” sagði Henry og bætti við að hann þyrfti að finna sitt venjulega form sem allra fyrst.


'eg mun líklega koma með fréttir af Arsenal í hverjum mánuði eða viku.

Kv. Shitto