Hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp hjá Man Utd akkúrat núna. Þeim gengur þó helvíti vel í Meistaradeildinni en aðalkallarnir hrynja niður hver á fætur öðrum og er skellt undir hníf. Nú þarf Nicky Butt að fara í aðgerð vegna ökklameiðsla en hann hefur ekki verið með í þrem síðustu leikjum.
Roy Keane fór í aðgerð á meðan hann tók út bann fyrir olnbogaskotið fræga og sendur í áframhaldandi bann eftir það. Brown, Fortune og Scholes hafa verið skornir sem og Ferdinand sem var að koma til starfa og Gary Neville missti alveg af byrjun tímabilsins.Van Nistelrooy er ekki í lagi eins og er og Barthez hefur verið slæmur í mjöðm. Giggs var ekki með gegn Villa og fer ekki með í leikinn gegn Maccabi Haifa á þriðjudag. Fer nú væntanlega að ganga betur hjá þeim þegar allir eru komnir í lag plús það að Ferguson kallinn kaupir örugglega striker um jólin, kannski Elber eða Schevshenko (hvernig í ands. er það aftur skrifað……..).
Steve McClaren ræður sér ekki fyrir kæti yfir því að Terry Venables skuli hafa komið til starfa hjá Middlesborough og haldið þeim uppi þegar Robson var á góðri leið með þá niður.Segir að liðið hafi verið afar vel skipulagt, sérstaklega í vörninni og það hafi gert sér auðveldara fyrir.
Sem Leedsari er ég nú ekkert að farast úr hamingju yfir Venables, hann skipuleggur nú aðallega breytingar frá leik til leiks og skipuleggur af miklum móð breytingar á liðinu um áramótin. Hann vill meina að hann þurfi að styrkja liðið verulega til að komast í evrópukeppnina að ári. Ég er nú ekkert svo ofboðslega sammála því, held því bara fram að hann sé með úrvalshóp í höndunum og ætti bara að reyna að ná því besta út úr þessum gæjum.
Kem að þessu í annari grein.
-gong-