Úlrika og útlenskir bossar Hef verið að rúlla í gegnum gömul ensk blöð, m.a. The People frá 13. okt.
Fyrstu síðurnar í sportinu eru nú bara eitthvað jibbíjei yfir upprúllun Skota gegn Íslendingum og Berti Vogts alltíeinu orðinn algjör snilli.
Svo eru fullt af smáklausum eins og að Liverpool, Aston Villa, Man Utd og West Ham séu að falast eftir framherja Port Vale sem heitir Billy Paynter, 17 ára gæja.
Plymouth vill fá tvo unglinga hjá Aston Villa, John McGrath og Gavin Melaugh. Ætli John sé sonur Paul McGrath?

Annars á leiðinni á sportsíðurnar voru einar þrjár síður undirlagðar af “samförum” þeirra Ulriku sætu og Svenna Erikson. Algjör snilld, pabba hennar kennt um að hún endist ekki í neinum samböndum og sé svona “opin” fyrir karlpeningi því hann dró alltaf heim nýjar og nýjar kellur til að dúndra um alla íbúð þegar hún var lítil og sagði henni að ná sér í drátt þegar hún var fimmtán. Svo er farið yfir alla hennar kærasta – sem þeir fundu – hún elskar þennan ennþá, þessi var kúkalabbi en góður í bælinu og Stan the man Collymore var víst eitthvað erfiður og bla bla.
Ójú, hún átti í leynilegu ástarsambandi fyrir einhverjum árum með einhverjum “mysteryman” sem blaðamaður segir stoltur að muni hafa verið Les Ferdinand.
Svo fara einar tvær síður í kæru á Alex Ferguson fyrir að klípa í læri á Suður Afrískri ungmey sem hann segir auðvitað kjaftæði og varð svo ekkert meira úr.

Annars er önnur af tveim aðalfréttum (þ.e.a.s hér) að Bobby Robson er sagður ætla sér að krækja í David Batty aftur yfir í Newcastle því vitleysingurinn hann Venables vill ekki nota þennan nagla. Hann vantar víst einhvern stoppara sem reddar hlutunum og vinnur eins og motherfucker til að aðrir fái að njóta sín betur “to allow his more creative players to play”. Jafnvel er talið að hann fái að fara frítt til að Leeds þurfi ekki að borga áfram laun hinnar 33ja ára jarðýtu. Batty hefur kurteislega neitað öllum tilboðum hingað til, m.a. frá Sheffield Wednesday því hann hefur fínan pening og vill vera þar sem hann er með sinni fjölskyldu. Leeds borgaði á sínum tíma 4 millur til að fá hann aftur frá Newcastle.
Mér líst ekkert á Venables, bölvuð tilraunastarfsemi og þeir sem voru að spila vel í fyrra hundfúlir en þeir sem fá tækifæri ofsakátir, að sjálfsögðu. Nú fer væntanlega Batty, Ferdinand farinn þó ekki hafi það verið kalli að kenna. Hann vildi “balansera” liðið og seldi Keane sem var hinn mesti kjánaskapur og nú er talið að Viduka og Dacourt fari kannski um áramót því Venables vill fyrir alla muni fá Kleberson hinn brasíliska til liðsins.
Eitthvað heyrði ég að Jens Jeremies hjá Bayern væri á óskalistanum, ég myndi samþykkja brotthvarf Batty´s ef hann kæmi. Myndi smellpassa í enska boltann, hann Jens.
Svo er hérna býsna áhugavert viðtal við David O´Leary upp á tvær síður sem ég skal reyna að lufsast til að slaka yfir á íslensku við tækifæri.

Frétt no tvö, og ekki hætta að lesa núna. Þetta er mjög áhugavert.
Þeir splæsa þrem síðum hjá The People undir myndir af fallegum konum á bikini, þ.e.a.s. bakhlutanum. Algjör snilld og hægt að skoða aftur og aftur.
Fimmtán píur, takk fyrir.
Amanda Holden og Kelly Brook eru la la.
Leilani, Kylie Minogue og Dannii Minogue eru líka la la.
Anastacia er nú ekkert æði en Rachel Hunter, Claudia Schiffer, Pamela Anderson, Tara Palmer Tomkinson eru ofsa flottar og Jordan og Mel B líka.
Lisa Snowdown, tuttuguogáttaára er hrihihihikalega flott, allavega svona aftan frá og þið megið senda myndir af henni inn á huga ef þið eigið, veit þó ekkert hvort hún er sæt í framan.
En, allavega, GGGGRRRRRRRRRRR.

Svo eru hérna nokkrir teiknaðir brandarar. Bretinn er ekkert of ánægður með Seaman þessa dagana.
- tveir gaurar eru á labbinu og ganga fram á blaðastand með fyrirsögn “ Sven caught again”! Annar segir með fýlusvip “not by Seaman, I suppose!

Svo er líka stærðar mynd af Beckham í boxers og með brjóstahaldara!
Mér þykir það leitt en hún er örugglega feikuð því hann er ekki svona stæltur, strákurinn. Tekur sig nokkuð vel út - samt.

-gong-