Þau lið sem ég átti von á að gerðu atlögu að titlinum, Arsenal og Liverpool, hafa valdið mér miklum vonbrigðum það sem af er og eins og þau hafa verið að spila undanfarið eiga þau hvorugt skilið að komast í meistaradeild að ári þó ég telji nú litla möguleika á öðru. Ljósi punkturinn það sem af er er gengi Ipswich sem heldur enn áfram að koma á óvart og situr nú í 3. sæti deildarinnar og er eina liðið sem getur nánast lofað stuðningsmönnum sínum að þeir skori í hverjum leik, í það minnsta hafa þeir gert það hingað til.
Ég vona bara að leikmenn ManU fari að verða kærulausir og halda að þetta sé komið svona til að mynda smá spennu í deildinni. Það er þó frekar ólíklegt og mesta spennan verður að öllum líkindum um hvaða 3 lið ná að fylgja ManU í meistaradeild að ári.
kv.