Enn einu sinni eru menn á Ítalíu farnir að tala um að Mark Viduka, leikmaður Leeds, sé líklega á leið til stórliðs Roma sem sjá hann fyrir sér sem fullkominn arftaka Gabriel Batistuta, sem fer mjög líklega frá félaginu næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Talið er að Batistuta ætli að halda til Englands og klára ferilinn þar.
Mark Viduka hefur sagt að hann væri ekkert á móti því að leika á Ítalíu og að hann myndi örugglega stökkva á tækifæri til að halda þangað ef það gæfist.
Auk Viduka, þá er eigandi og forseti Roma, Franco Sensi, einnig sagður meira en lítið spenntur fyrir Zlatan Ibrahimovic hjá Ajax, sem hann segir hafa svipaðan stíl og kóngurinn Van Basten hafði á sínum tíma.