Það voru nú heldur betur óvænt úrslit í kvöld þegar Arsenal tóku á móti Auxerre í A riðli Meistaradeildar Evrópu en sá leikur endaði með 1-2 sigri Auxerre manna og er þetta annað tapið í röð hjá Englandsmeisturunum en um síðustu helgi töpuðu þeir á móti Everton , fyrsta tap þeirra í langan tíma. Auxerre leiddi 0-2 í hálfleik með mörkum frá Olivier Obou og Khalilou Fadiga en í upphafi síðari hálfleiks minnkaði nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu muninn fyrir Arsenal.
Helstu keppinautar þeirra Arsenal manna , Liverpool áttu ekki í neinum erfileikum með lið Spartak Moskvu en þeir sigruðu þá með 3 mörkum gegn einu og skoraði Michael Owen öll mörkin , önnur þrenna hans í vetur og 8 mark hans í vetur.