Eins og allir sannir áhugamenn um boltann vita þá hefur David Seaman verið aðalmarkvörður enska landsliðsins undanfarinn ár og hefur staðið sig vel. En núna upp á síðkastið hefur hann fengið nokkur af klaufamörkum (vægt til orða tekið) á sig. Hann fékk markið á móti Brössum. Þegar Brassar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Englendinga og Ronaldinho skaut (sending eða skot)beint yfir Seaman. Okei, það er kannski í lagi að fá á sig eitt klaufamark en þetta mark senti þá heim frá Japan og Kóreu. Síðan fékk hann þetta líka hlægilega mark á sig gegn FYROM (Makedoníu). Makkar fengu hornspyrnu og þeir skoruðu beint úr henni. Þetta var auðvitað bara hörmung fyrir kallinn og hann er greinilega orðin slow og er bara of gamall fyrir þetta.
Persónulega finnst mér að hans tími með landsliðinu sé liðin og tími fyrir aðra að taka við. Hvað finnst ykkur?
———-Hver á að vera aðalmarkvörður enska landsliðsins?