Chelsea komið á beinu brautina???
Chelsea vann Manchester City 3-0 í dag. Ég hlustaði á leikinn á Big Blue útvarpsstöðinni sem er í eigu Chelsea og lýsendurnir sögðu í hálfleik að Chelseamenn væru heppnir að vera ekki marki undir, en það eina sem kom í veg fyrir að City skoraði voru frábærar markvörslur frá Carlo Cudicini. Í seinni hálfleik byrjaði leikurinn mjög jafn fyrir bæði lið en það var ekki fyrr en um miðjan seinni háfleikinn sem Chelsea braut ísinn, þar var Gianfranco Zola að verki og skorði stuttu seinn á 84.min en það var 8.mark hans í deildinni á þessu tímabili og hann því orðinn markahæstur í deildinni. Svon tveimur mínútum síðar gulltryggði Jimmy Floyd Hasselbaink öll stiginn fyrir Chelsea og þegar leikurinn var flautaður af þá voru aðeins örfáir stuðnings menn City eftir vegna vonbrigða þá gátu þeir ekki horft á síðustu mínúturnar og fóru sárir heim. Það má því segja að Chelsea sé vonandi að komast aftur á beinu brautina þar sem þeir eiga heima!