Síðan er náttúrulega lýta á þetta sem móralskt verk, ég hélt við værum nú hérna til styðja okkar landslið og þjálfaran með því, ég muna, við unnum leikin er það ekki? Það er margt til í því að landsliðið hefur ekki verið að standa undir væntingum en mér finnst allt of mikið af þeirri ábyrgð skellt á þjálfaran. Að sjálfsöðgu er þjálfarinn mikilvægur bæði móralskt og tæknilega en þegar á hólman er komin eru það leikmennirnir sem eiga að skila sínu en þeir virðast oft gleymast þegar það á að fara að skella skuldinni á einhvern.
En aftur að borðanum. Svona borði getur ekki skapað góðan móral, hvorki hjá leikmönnum og þjálfara né hjá áhorfendum. Þessi leikur var upp á líf og dauða og liðið þurfti á góðum móral að halda og stuðningi frá vellinum og þessi borði hafði aðeins skaðleg áhrif á ástandið. Hvortsem sá verknaður að taka niður þann borða var brot á tjáningarfresli eður ey þá var það það rétta í stöðunni því hann hafði engin nema skaðleg áhrif.