TEKIÐ AF ARSENAL.IS:
Til allra Arsenal manna




Þriðjudaginn 15 október 2002 verður klúbburinn 20 ára og af því tilefni verður blásið til stór afmælishátíðar laugardaginn 19 október 2002 á Hótel Sögu Súlnasal klukkan 14.00 - 16.30 og er skuyldumæting hjá öllum Arsenalmönnum og konum sem vettlingi geta valdið. Húsið opnar klukkan 13.00 og verður Arsenal minjasýning í anddyrinu í gangi bæði fyrir og eftir afmælishátíð. Eiginleg dagskrá hefst klukkan 14.00 og meðal dagsráratriða er: Ingi Björn Albertsson sonur fyrsta atvinnuknattspyrnumanns með Arsenal segir okkur frá tengingu Alberts, Arsenal og Íslands, útnefning heiðursfélaga, Stefán Hilmarsson og Hilmar Hólmgeirsson taka lagið, ávörp gesta, niðurstöður í stjórnarkjöri Arsenalklúbbsins á Íslandi, fjöldasöngur og fleira. Aðgangur er krónur 1750 krónur og er innifalið glæsilegt kaffihlaðborð í því, frítt er fyrir 12 ára og yngri inn á hátíðina. Skráning á afmælishátíðina er einungis á kvöldin hjá Kjartani í síma 8992499, formannsframbjóiðendurnir tveir aðstoða einnig við að taka niður skráningar, Haraldur 8676617 og Jón Víkingur í síma 8921316. Einnig er hægt að senda email til staðfestingar á þátttökunni kjartanrakari@isl.is Um kvöldið er svo skemmtidagskrá í Ölveri í Glæsibæ fyrir þá sem vilja gera enn meira úr deginum og hefst hún klukkan 20.30 með borðhaldi og verður svo dagskrá að hætti Arsenalmanna fram eftir kvöldi, karaoke keppni, Arsenaleikir á breiðtjaldi og ýmislegt fleira spilað af fingrum fram. Skráning er einnig í þetta dæmi með sama hætti og á afmælishátíðina.