Fimleikafélagið úr Hafnarfirðinum réð í gær Ólaf Jóhannesson sem þjálfara félagsins. Ólafur tekur við starfinu af Sigurði Jónssyni sem var sagt upp störfum nú nýlega eftir eins árs starf fyrir félagið. Ólafur þekkir vel til hjá FH-ingum en hann hefur bæði leikið með félaginu og komið að þjálfun þess. Hann þjálfaði FH í fjögur frá 1988 til 1991 og aftur 1995 þar sem hann hætti á miðju tímabili. Að auki hefur hann þjálfað Einherja, Skallagrím og Þrótt Reykjavík, auk liðs ÍR sem hann stjórnaði í síðustu fjórum leikjum þess í 1. deildinni í sumar eftir að Guðmundur Torfason sagði upp starfi sínu.

Sigurður Jónsson er mikið kenndur við þjálfun Víkinga um þessar mundir en kappinn sást á röltinu í Víkinni og er líklegt að samningaviðræður standi yfir. Lúkas Kostic sem þjálfaði Víkinga sagði óvænt upp fyrir skömmu og hefur þetta um málið að segja á vikingur.is: “Ég taldi að það væri best fyrir strákana í liðinu að ég færi frá og einhver annar nýr og ferskur kæmi að þessu. Ég leit svo á að ég þyrfti að byrja alveg frá grunni ef ég hefði ætlað að gera betri hluti með þetta lið og að það verkefni myndi betur henta nýjum manni. Það er lang sennilegast að ég taki að mér unglingaþjálfun og þá jafnvel hjá KR, en ólíklegt verður að teljast að ég taki að mér þjálfun meistaraflokks hjá einhverju liði þar sem ég er að hefja nám í haust.”