Varnarmaðurinn Rio Ferdinand gengur að öllum líkindum á morgun til liðs við Leeds frá West Ham fyrir litlar 18 milljónir punda. Ferdinand og Leeds náðu í morgun samkomulagi um kaup og kjör og það eina sem nú getur komið í veg fyrir félagaskiptin er að hann standist ekki læknisskoðun. Ef af sölunni verður verður Ferdinand dýrasti varnarmaður heims og dýrasti leikmaður Bretlandseyja. West Ham er þegar farið að leita að arftaka hans og er Rigobert Song, leikmaður Liverpool, efstur á óskalistanum en liðið hefur boðið 3 milljónir punda í leikmanninn.
kv.