
Afskiptum Sævars af Fram er samt alls ekki lokið. “Ég mæti pottþétt á völlinn í framtíðinni til að styðja strákana. Maður er það mikill Framari að maður hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að vera. Það hafa margir komið og farið, hefð og þekking er ríkur hluti af félaginu, ég þekki hefðina og vil gera allt fyrir Fram. Það hefur verið stígandi, en betur má ef duga skal og ég vil vera hluti af því að efla og styrkja Fram,” segir Sævar sem hefur fært margar fórnir til að geta sinnt sínu starfi hjá Fram og fyrir það verður honum seint fullþakkað. Eins og stendur á Fram.is: FRAM getur hlakkað til að njóta starfskrafta hans á öðrum vettvangi fyrir um ókomna framtíð. FRAM er ríkara félag fyrir vikið.