Svo virðist sem Fernando Redondo sem keyptur var til Ac Milan sumarið 2000 fyrir 16$m eftir að hafa verið valinn besti leikmaður meistaradeildarinnar árið áður muni snúa aftur og leika sinn fyrsta leik fyrir Milan innan tíðar.
Redondo mun leika 5-10 mín í kveðjuleik Bobans í Zagreb á mánudag og síðan eftir 2-3 vikur hefja æfingar í Milanello æfingasvæði þeirra Ac Milan og verða til taks fyrir Ancelotti.
Redondo meiddist sem kunnugt er á fyrstu æfingu sinni með Milan í ágúst 2000 og hefur því verið fjarverandi í yfir 2 ár. Redondo er orðinn 33 ára gamal og því orðinn nokkuð gamal til að leika knattspyrnu og verður fróðlegt að sjá hvort hann muni geta eitthvað og fái að leika í liði Milan eftir alla þessa fjarveru.