Juventus

Það var 1. nóvember 1897 í Tórínó sem nokkrir tveir nemendur ákváður að stofna fótbolta lið, það besta nokkurn tíma. Þetta voru þeir Eugenio og Enrico Canfari og var markmiðið að búa til lið sem væri betra en nokkuð annað.

Fyrsta nafnið sem liðinu var gefið var Augusta Tourinorum en eftir einhverjar vangaveltur var nafninu breytt í Juventus. Þeir notuðu bleikar treyjur líkt og þriðji búningur Juventus er núna.

Árið 1903 var maður sem rak heildsöluverslun með efni að horfa á Juventus. Hann varð hrifinn af bleikur treyjunum og svörtu buxunum og ákvað að til að keyptar yrðu treyjur frá Englandi sem voru úr fullkomnara efni en fyrri treyjur. Hann fékk vilyrði fyrir því og hafði þegar í stað samband við efnaframleiðanda einn og pantaði hjá honum bleikar og svartar treyjur. Afgreiðslumaðurinn á Englandi leit á treyjurnar og sá strax að bleiki liturinn leit út fyrir að vere hvítur eða upplitaður. Þá tók hann einnig eftir því hvað treyjan var lík treyju Nott’s County sem var einmitt svört og hvít. Hann sendi því þeirra treyjur með smá breytingum.

Þegar pakkinn var opnaður í Tórínó voru hvorki starfsemm né leikmenn Juventus ánægðir. Þeir hæddu búningin og kunnu ekki að meta hann. En þar sem það voru ekki aðrir möguleikar i stöðunni var ákveðið að notast við þessa búninga. Það var svo árið 1905 sem Svarta og Hvíta treyjan sýndi styrk inn og Juventus endaði á toppi deildarinnar í fyrsta skipti en langt því frá það síðasta.

Frá 1905-1926, náðist ekki að vinna deildina og voru sterkustu liðin á þessum tíma Inter Milan, Casale e Pro Vercelli og AC Milan, sem var sterkasta liðið. En eftir það komst Juve aftur upp á meðal þeirra bestu.

Í júlí 1923 urðu þáttaskil í sögu Juventus. Þá komst Agnelli fjölskyldan til valda og var þar fremstur í flokki Eduardo Agnelli sonur eiganda Fiat. Eduardo tók við sem forseti Juventus og við það hætti Corrado Corradini, höfundur “þjóðsöngs” Juventus sem liði notaði fram á sjöunda áratuginn. Eduardo er faðir Umberto Agnelli og Giovanni Agnelli sem koma við sögu Juventus síðar.

Juventus vann 5 meistaratitla í röð á árunum 1931-1935. Árið 1938 unnu þeir svo ítalska bikarmeistaratitilinn í fyrsta skipti. Árið 1933 spiluðu svo Juventus í fyrsta skipti á Stadio Comunale leikvanginum í Tórínó. Þessi leikvangur hefur mikla þýðingu í hjörtum aðdáenda Juventus. Þar léku menn eins og Giampiero Boniperti, Omar Sivori, Michel Platini, Robero Bettega (varaforseti Juventus) að ógleymdum sjálfum Paolo Rossi.

Eduardo Agnelli lést árið 1935 í flugslysi í Genúa eftir að hafa séð Juventus lifta meistaratitlinum í sjöunda skiptið (’05,’27,’31-’35). En tólf árum seinna koma annar úr Agnelli fjölskyldunni. Það var Giovanni Agnelli eldri sonur Eduardo. Hann tók við sem forseti Juventus af Piero Dusio árið 1947. Undir forseta stjórn Giovanni tókst Juventus aðeins að vinna tvo deildartitla. Sá fyrri kom 1950 og sá seinni 1952. Árið sem hann hætti, 1953, vann Juve svo ítölsku bikarkeppnina með hjálp eins af bestu leikmönnum Juventus frá upphafi, Giampierio Boniperti (459 leikir, 179 mörk). En framlag annarra svo sem Carlo Parola, Praest og Hansen var ómetanlegt.
Árið 1956 tók svo Umberto Agnelli, yngri bróðir Giovanni Agnelli og sonur Eduardo, við sem forseti Juventus. Á hans valdatíma vann Juventus þrjá deildartitla, 1958, 1960 og 1961. Titillinn 1958 var sá tíundi hjá Juventus og því tryggði liði sér rétt til þess að hafa stjörnu í merkinu. Í dag er Juventus með tvær stjörnur og er það af því að liðið hefur unnið ítalska titilinn 20 sinnum eða oftar (Juventus hefur 26 titla og vantar því aðeins 4 til þess að ná þriðju stjörnunni). Þegar Juventus vann svo sinn 13. titil árið 1967 var Agnelli látinn af störfum sem forseti og Vittore Catella tekin við forseta embættinu. Titillinn vannst auðveldlega með Heriberto Herrera sem þjálfara.

Þann 13. júlí 1971 hætti Giampierio Boniperti sem leikmaður og tók við sem forseti Juventus. Hann var maðurinn á bak við ráðningu Giovanni Trappatoni sem leiddi Juventus til síns fyrsta evróputitils. Það var í UEFA keppninni árið 1970. 15 árum seinna kom loks að því að Juventus sigraði stærstu keppni heims, Evrópukeppni Meistaraliða. Það voru ekki ómerkari menn en Michel Platini, Dino Zoff, Paolo Rossi, Marco Tardell, Roberto Bettega (nú vara forseti Juventus), Capello Anastaci og fleiri að ógleymdum hinum dygga fyrirliða Gaetono Scirea sem lyftu bikarnum á loft. Scirea lést í flugslysi 3. sept 1989.

Undir stjórn Boniperti náði Juventus sinni annari stjörnu til tákns um tuttugu ítalska meistaratitla árið 1982 og þeir vöknuðu einnig í evrópukeppnum. Eftir það hættu margar goðsagnir og má þar einna helst nefna sjálfan Michele Platini besta leikmann Evrópu 1983-85. Hann hætti 17. maí 1987.

1990 urðu miklar breytingar hjá Juventus, Giampiero Boniperti hætti sem forseti og með honum fór besti forseti sem Juventus hefur haft. Við tók Vittorio Chiusano. Árið 1990 tók Juventus einnig í notkun nýjan leikvang, Stadio Delle Alpi. Leikvöllurinn tekur 69041 mann í sæti. Nokkur styr hefur verið um leikvangin sem flestum finnst reyndar hin glæsilegasta smíði. Það sem hefur verið hvað mest gagnrýnt er hvað skapast lítil stemmning á leikjum því að það er eins og hljóðið kæfist í fæðingu þó svo að áhorfendur láti öllum illum látum. Nýlega gerði Juventus svo samning um að taka við rekstri vallarins af Tórínó borg sem hefur það í för með sér að árið 2006 munu verða gerðar betrumbætur á vellinum sem munu tryggja að skapist betri stemmning og að hljóðið fjúki ekki allt í buskan. Einnig mun Tórínó liði sem keppir einnig í Serie A hætta að nota völlinn 2006.

Á Delle Alpi hafa margir góðir leikmenn klæðst búningi Juventus og má þar helst nefna, Roberto Baggio, Roberto Bettega, Luciano Moggi, Marcelo Lippi, Gianluca Vialli, Fabrizio Ravanelli, Del Piero, Zidane, Buffon, Thuram, Didier Deschamps og fleiri og fleiri. Árið 1995 var besta leiktímabil Juventus á síðasta áratug síðustu aldar. Þá vann Juventus Meistaradeildina eftir vítaspyrnukeppni gegn Ajax. Vladimir Jugovic skoraði sigurmarkið.

Nú hefur Juventus unnið 26 ítalska meistartitla, AC Milan kemur næst með 16.
Ítalski bikarinn hefur 9 sinnum farið á loft. Titillinn um besta lið Ítalíu hefur farið 3 sinnum á loft en það er svipaður titill og samféagsskjöldurinn er á Englandi. Evróputitlarnir eru 8 talsins, meistardeildin (evrópukeppni meistaraliða) 2 sinnum, UEFA bikarinn 3 sinnum, evrópukeppni bikarhafa 1 sinni, tvisvar hefur svo Juventus unnið keppnina þar sem besta lið Evrópu mætir liðinu sem vann UEFA bikarinn. Og utan Evrópu hefur Juve svo unnið heimsmeistarakeppni félagsliða 2 sinnum (world club cup).
Í dag er Vittorio Chiusano enn forseti félagsins og er Roberto Bettega varaforseti. Stjórnarformaður er Umberto Agnelli og framkvæmdasjóri er Luciano Moggi. Þjálfarinn er svo hinn reyndi Marcelo Lippi. Hann er þekktur fyrir miklar þrekæfingar sem eru að hluta til tekknar úr æfingaprógrammi ítalska hersins.

Hér fylgja svo nokkrir áhugaverðir punktar um Juventus:

- Hvor stjarnan táknar 10 deildartitla
- Juventus var fyrsta liðið til þess að vinna alla þrjá stóru Evróputitlana
- Michel Platini var valinn besti leikmaður Evrópu þrisvar í röð (‘83-’85)
- Juventus er sigursælasta lið Ítalíu með 26 titla. Milan er næst með 16
- Juventus og Inter eru einu liði sem ekki hafa fallið í Serie B
- Edwin Van Der Saar er fyrsti markmaður Juventus sem ekki var ítalskur
- Dino Zoff lék 1.143 mínútur án þess að fá mark á sig. Heims met?
- Juventus er lang vinsælasta lið Ítalíu 1/3 styður Juventus eða 11 milljónir
- Juventus er latína og þýðir æska
- Gælunafn Juventus er “gamla konan”

Með fyrirvara um stafsetningarvillur.
Heimildir fengnar af Juventuz.com