Með fyrirvara um stafsetningarvillur og staðreyndavillur.

Pavel Nedved, fæddur 30.08'72

Pavel byrjaði að spila fótbolta fimm ára gamall með félagi sem heitir TJ Skalná Cheb. Hann lék þar þangað til hann varð þrettán ára en þá flutti hann sig um set og lék í eitt ár með liði að nafni RH Cheb. Eftir þá dvöl flutti hann sig aftur og lék næstur fjögur ár með Skoda [Viktoria] Plzen og VTJ Tábor. Árið 1990 var hann kallaður í herinn og lék þar með Drukla Praha herliðinu hvar hann spilaði sitt fyrsta alvöru leiktímabil og spilaði 19 leiki. Seinna sagði tékneska markmanns goðsögnin Ivo Viktor að á þessum tíma hefði Pavel hefði verið svolítið latur og ekki nennt að erfiða of mikið.

Eftir að hafa þjónað hernum var honum boðinn samningur hjá Sparta Prag og þar vann hann síðasta tékkóslóvenska meistaratitilinn í deildinni tímabilið 92/93. Eftir að Tékkóslóvakía skiptist upp í tvö lönd vann Nedved fyrstu tvo tékknesku meistaratitlana tímabilin 93/94 og 94/95. Seinna tímabilið var hann einn af máttastólpum liðsins og skoraði sex mörk meðal annars eitt á móti erkifjendunum og nágrönnunum í Slavia Prag. Hann varð svo næst markahæstur leiktíðina 95/96 þegar hann skoraði 14 mörk í 30 leikjum.

Fyrsta landsleikinn sinn fyrir Tékklands hönd lék hann á móti Írum í júní 1994 en komst svo ekki aftur í landsliðshópinn fyrr en árið 1995 þá á móti Norðmönnum. 1995 lék hann svo 13 af 15 leikjum Tékka. Hans blómstraði svo á EM96 í Englandi þegar Tékkar komust í úrslit og var það að mörgu leyti frábærri frammistöðu hans að þakka. Eftir frábært mark á móti Ítölum varð hann fljótt einn eftirsóttasti leikmaðurinn á evrópska leikmannamarkaðinum. Fátt virtist ætla að koma í veg fyrir kaup PSV á Pavel þegar honum snérist hugur og ákvað að fara í sólina á Ítalíu til þess að leika með Lazio frá Róm.

Lazio hafði fyrir þetta tímabil fjárfest grimmt meðal annars í leikmönnum eins og Veron og Crespo. Þeir tveir voru í sviðsljósinu og lenti Pavel kannski í skugga þeirra sem kannski hentaði honum vel því að pressan var öll á hinum. Á sínu fyrsta leiktímabili með Lazio lék Pavel Nedved 32 leiki og skoraði 7 mörk. Það var hins vegar á öðru tímabili sínu með Lazio sem hann blómstraði hann setti ellefu mörk og vann ítalska bikarinn. Eftir leiktímabilið sagði Sergio Cragnotti forseti Lazio að Nedved væri ekki til sölu. Næsta leiktímabil var ekki eins gott fyrir Nedved sem lennti í meiðslum en kom upp á réttum tíma og skoraði sigurmarkið í úrslita leik Evrópukeppni félagsliða, þeirri síðustu sem var haldin. Næsta tímabil var nokkru betra og endaði með glæsibrag fyrir Nedved þegar Lazio sigraði Serie A í annað skiptið í sögu félagsins.

Á næsta tímabili var Pavel lykilmaður í liði Tékka sem tryggðu sér þáttökurétt á EM2000. Á EM náðu tékkar reyndar engum sérstökum árangri en engum duldust hæfileikar Nedved. Manchester United reyndi án afláts að reyna að krækja í Pavel en Cragnotti var ekki á þeim buxunum að selja hann. Því fór það svo að Man.Utd. gafst upp á að kaupa þennan hæfileika ríka leikmann. Pavel var valinn tékkneski leikmaður ársins en sá heiður hlotnaðist honum einnig 1998.

Sumarið 2001 kom það mörgum í opna skjöldu þegar Juventus keypti hann frá Lazio og hafa margar sögusagnir verið í gangi um hvers vegna Nedved var seldur. Sennilegasta skýringin er sú að Lazio hafi þá þegar verið á barmi gjaldþrots og aðeins með sölu á leikmönnum mátti bjarga því. En hvað sem því líður náði Nedved sér ekki strax á strik með Juventus en var svo lykilmaður í endann þegar Juventus hrifsaði meistara titilinn úr höndum Inter Milano. Þar með var hans annar meistaratitill í höfn.

Fáir ef nokkrir efast um hæfileika hans og er það ljóst að Juventus mun eiga eftir að njóta krafta hans vel á komandi árum það er að segja ef hann endurnýjar samninginn hans sem rennur út 2003.


Heimildir eru fengnar af www.nedvedonline.com