Madur vikunnar er nýr greinarflokkur sem ég hef ákvedid ad byrja med hér á Huga og vona ég ad hann verdi mönnum til fródleiks og skemmtunar.
Madur vikunnar ad thessu sinni er enginn annar en silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli sem er á mála hjá Derby eins og er, en thad gæti fljótlega breyst.
Ravanelli fæddist 11.desember 1968 í borginni Perugia á Ítalíu og er hann thví nú á 34. aldursári sínu. Hann hóf knattspyrnuferil sinn med lidi Perugia árid 1986 og skoradi hann 41 mark fyrir thad í 90 leikjum og vakti mikla athygli.
Thad lid sem krækti í strákinn næst var lidid Avellino sem var töluvert stærri klúbbur thá heldur en hann er í dag og skrifadi Ravanelli undir thann 1.ágúst 1989, en nákvæmlega mánudi eftir thad var hann lánadur til Casertana thar sem hann skoradi 12 mörk í 27 leikjum. Thann 1.ágúst 1990 var hann seldur frá Avellino til Reggiana eftir ad hafa einungis spilad 7 leiki fyrir félagid og án thess ad skora mark.
Hann stód sig med miklum sóma í thá efidustu deild heims (Serie-A) og skoradi hann 24 mörk fyrir Reggiana í 66 leikjum og thetta vakti athygli stóru félaganna. Juventus fékk Ravanelli og thad án thess ad borga krónu (eda líru) fyrir hann og skrifadi hann undir hjá theim 1.ágúst 1992. Má thar med segja ad bjartasta tímabilid á ferli Ravanelli hafi hafist. Hann spiladi 114 leiki fyrir Juventus og thar af var hann í byrjunarlidinu í 113 theirra. Hann skoradi 45 mörk fyrir sigursæalasta lid Ítalíu en eftirminnilegasta markid hans er örugglega sídasta markid hans sem hann skoradi fyrir félagid en thad var í úrslitum meistaradeildarinnar árid 1996 ad hann jafnadi 1-1 á móti Ajax en Juventus vann sídan leikinn í vítaspyrnukeppni.
Bryan Robson splæsti út 7 milljónum punda fyrir Ravanelli thann 4.júlí 1996 og stimpladi hann sig rækilega inn med Middlesboro med thví ad verda markahæsti leikmadur deildarinnar thad tímabil og skoradi hann í allt 23 mörk fyrir Middlesboro í 50 leikjum. Middlesboro lenti thá í einhverjum peningavandrædum og var Ravanelli seldur fyrir 5,3 milljónir punda til Marseille thann 25.september 1997. Hann spiladi í Frakklandi í 3 keppnistímabil og skoradi hann 29 mörk í 82 leikjum fyrir Marseille. Hann skrifadi sídan undir samning vid Lazio thann 1.janúar árid 2000 og var hann mestmegnis notadur sem varamadur hjá theim, en hann var í byrjunalidinu 8 sinnum en kom inná af bekknum 24 sinnum, engu ad sídur tókst honum ad setja 8 mörk fyrir félagid.
Derby County fékk hann sídan ókeypis thann 24.júlí árid 2001 og var hann idinn vid ad setja boltann í netid í upphafi tímabilsins en frá thví í byrjun nóvember 2001 til loka febrúar 2002 skoradi hann einungis 3 mörk og hafa ordid í allt 12 mörk á ferli hans med Derby í 37 leikjum.
Nú er Ravanelli hins vegar ekki lengur í nádinni hjá John Gregory og vill Derby losna vid hann til ad minnka launakostnad, Portsmouth hefur verid nefnt til sögunnar en ég tel thad ólíklegt ad thad gangi eftir thrátt fyrir yfirlýsingarnar sem umbodsmadur Ravanellis hefur látid frá sér fara.
Ravanelli er (eda var???) stórkostlegur knattspyrnumadur og má til gamans geta ad Ásgeir Elíasson tháverandi landslidsthjálfari Íslendinga kaus hann sem næstbesta knattspyrnumann ársins 1995 í kjöri landslidsthjálfara á World Footballer of the year en Ravanelli endadi í 19.sæti í thví kjöri.
Vona ad thid hafid haft gagn og gaman af thessu.
Fritz