Eftirfarandi stendur á heimasíðu KA:
—
Vegið að heðri KA.
Sú saga er á kreiki að Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, hafi gert 8 breytingar á byrjunarliðinu í gær frá því sem var í síðasta leik við Keflavík og vilja menn meina að með þessu hafi hann viljað hjálpa Frömurum að halda sér í deildinni. Þessi saga hefur æst margan manninn eins og sjá má á spjallinu á Gras.is þar sem ófögur skrif eru um KA. Nokkrir hafa líka látið gremju sína í ljós hér á spjallinu en þeim skrifum hefur verið eytt þar sem farið var
yfir velsæmismörk í orðavali. Staðreynd málsins er sú að aðeins ein breyting var gerð á liðinu frá leiknum við Keflavík og er ástæðan fyrir henni sú að Dean Martin var í leikbanni og kom Örn Kató í hans stað. Farið var í leikinn með því hugarfari að sigra en þar sem að engu var að keppa fyrir KA reyndist það leikmönnum erfitt að gefa allt sitt í leikinn. Það virðist vera algengt að lið sem hafa að engu að keppa tapi stórt, þar má benda á Grindavík og Þór í gær og Valsara fyrir viku. Öllum samsæriskenningum er því vísað heim til föðurhúsanna.
—
Föðurhúsin eru Lyngháls 5 þar sem Norðurljós er til starfa. Þar starfar íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson “Gaupi” og hefur gert í fjöldamörg ár. Umdeildur er hann mjög eins og gengur og gerist. Hann færði okkur fréttir þess efnis að KA-menn hefðu gert átta breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Fram. Þetta staðfesti hann og sagði að með þessu væri Þorvaldur þjálfari KA að tapa leiknum viljandi! Eins og segir hér að ofan var aðeins EIN breyting gerð og þessu ummæli því úr lausu lofti gripin. Gaupi hleypti þessari kjaftasögu í loftið án þess að kanna hvort hún væri sönn. Þessi vinnubrögð eru náttúrulega til skammar og er hreint ótrúlegt að þetta hafi komið fyrir. Nú spyr ég? Geta KA-menn vænst þess að fá afsökunarbeiðni frá Íslenska útvarpsfélaginu vegna þessara ófagmannlegu vinnubragða sem þarna áttu sér stað? Annað væri lélegt.
Kveðja,
Skrassk (stuðningsmaður Fram)