Vil ég byrja á að biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft tök á því að uppfæra stöðuna í deildinni og annað slíkt, tölvan búin að vera í einhverju hakki. En á laugardaginn þá ráðast úrslitin í Símadeildinni og þá kemur í ljós hvort það verði KR eða Fylkir sem stendur uppi sem Íslandsmeistari. KR mætir Þór á KR-velli í beinni á Stöð 2 og á Sýn verður leikur ÍA og Fylkis í beinni. Ef Fylkir vinnur þann leik standa þeir uppi sem Íslandsmeistarar sama hvernig fer í Vesturbænum. Mikið hefur verið rætt um ummæli Ólafs Þórðarssonar þjálfara ÍA í Fréttablaðinu þar sem hann sagðist vona það innilega að hans gömlu lærisveinar í Fylki vinni dolluna. Nú er það í hans höndum! ÍA hefur reyndar gefið út fréttatilkynningu þar sem þeir segjast ætla að berjast fram í rauðan dauðann.
Það ræðst einnig hvaða lið fellur með Þór en þar eru Fram og Keflavík líkleg. Þó gætu FH-ingar dottið ofan í það svað með mikilli óheppni. Allir knattspyrnuaðdáendur á Íslandi munu því fylgjast vel með á laugardaginn þegar allt gerist! Ég ætla að rifja upp það sem gerðist í leikjunum á sunnudaginn þegar 17.umferðin fór fram:
Þórsarar féllu úr Símadeildinni með stórtapi gegn Grindavík á Akureyrarvelli. Gestirnir komust fimm mörkum yfir þar sem Grétar Hjartarsson skoraði þrennu en Óli Stefán Flóventsson og Alfreð Elías Jóhannsson skoruðu hin mörkin tvö. Þórsarar náðu að klóra í bakkann í lokinn þegar ungur og efnilegur knattspyrnumaður, Daði Kristjánsson, skoraði. Daði skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum í 2.flokki þar sem Þórsarar báru sigurorð af KR.
Úrslitin í deildinni gátu ráðist á Fylkisvellinum þar sem KR var í heimsókn. Á 52.mínútu kom Ómar Valdimarsson Fylki yfir en á lokamínútunum náði Jón Skaftason að þagga niður í heimamönnum með glæsimarki. Úrslitin í deildinni ráðast því á laugardaginn, verður það KR eða Fylkir?
Fyrir nokkrum árum afrekaði Gunnar Heiðar Þorvaldsson það að skora 13 mörk í einum knattspyrnuleik, þegar hann var í 3.flokki. Þau voru nú reyndar aðeins þrjú á sunnudaginn. ÍBV vann Íslandsmeistara ÍA 4-1. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark Skagamenna en Daninn Niels Bo Daugaard kom ÍA í 3-1 áður en Gunnar innsiglaði þrennuna með marki úr vítaspyrnu.
Fram tók á móti FH og eftir aðeins tveggja mínútna leik var Þorbjörn Atli búinn að koma Fram yfir með einu glæsilegasta marki sumarsins. Jónas Grani, Atli Viðar og Calum Bett skoruðu svo fyrir FH sem komst þar með 3-1 yfir! Framarar sýndu mikinn karakter og náðu að jafna með mörkum Bjarna Hólm og Kristjáns Brooks. Þegar hér er komið til leiks er 71.mínúta og Jónas Grani að koma gestunum 4-3 yfir! Varamaðurinn Andri Fannar Ottóson jafnaði fyrir Fram sem vann síðan sigur með vítaspyrnu Ágústar Gylfasonar. Níu mörk í stórskemmtilegum leik, Fram á ennþá von að fá að spila á móti Val og Þrótti næsta ár.
Guðmundur Steinarsson kom Keflavík yfir á heimavelli gegn KA. Þeir héldu þó ekki uppteknum hætti og Akureyringar gengu á lagið. Hreinn Hringsson skoraði þrennu í leknum sem KA vann 3-2. Kristján Helgi Jóhannsson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lokin. Teljast verður líklegt að Keflavík falli en það yrði algjört reiðarslag fyrir bæjarfélagið.
Þór - Grindavík 1-5
0-1 Grétar Hjartarsson (6)
0-2 Alfreð Elías Jóhannsson (10)
0-3 Óli Stefán Flóventsson (53)
0-4 Grétar Hjartarsson (68)
0-5 Grétar Hjartarsson (72)
1-5 Daði Kristjánsson (86)
Fylkir - KR 1-1
1-0 Ómar Valdimarsson (52)
1-1 Jón Skaftason (87)
ÍBV - ÍA 4-1
1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (5)
1-1 Garðar Gunnlaugsson (10)
2-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (13)
3-1 Niels Bo Daugaard (61)
4-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, víti (70)
Fram - FH 5-4
1-0 Þorbjörn Atli Sveinsson (2)
1-1 Jónas Grani Garðarsson (7)
1-2 Atli Viðar Björnsson (13)
1-3 Calum Þór Bett (17)
2-3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson (40)
3-3 Kristján Brooks (68)
3-4 Jónas Grani Garðarsson (71)
4-4 Andri Fannar Ottóson (76)
5-4 Ágúst Gylfason, víti (81)
Keflavík - KA 2-3
1-0 Guðmundur Steinarsson (13)
1-1 Hreinn Hringsson, víti (33)
1-2 Hreinn Hringsson (52)
1-3 Hreinn Hringsson (71)
2-3 Kristján Helgi Jóhannsson (86)